Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir hvítum Toyota Ver­so með skráningar­númerið ZRM89, en bílnum var stolið á Sól­valla­götu í Reykja­vík í nótt.

„Sjáist bíllinn í um­ferðinni þá vin­sam­legast hringið tafar­laust í 112, en upp­lýsingum um hvar bíllinn er niður­kominn má sömu­leiðis koma á fram­færi í einka­skila­boðum á fés­bókar­síðu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu," segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu