Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir ljós­grárri Hondu CR-V sem var stolið á að­fara­nótt þriðju­dags.

Bílnum var stolið í Hlíðar­hjalla í Kópa­vogi, en ekki eru frekari upplýsingar um málið gefnar upp.

Lögreglan biður alla sem sjá bílinn í um­ferðinni eða vita hvar hann er niður­kominn að hafa sam­band við 112.