Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir José M. Ferraz da Costa Al­meida, 41 árs portúgölskum ríkis­borgara sem gengur undir nafninu Marco Costa.

„Ef ein­hverjir þekkja til Marco Costa, sem er 183 sm á hæð, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vin­sam­legast beðnir um að hringja í lög­regluna í síma 112, en upp­lýsingum má jafn­framt koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abending@lrh.is eða í einka­skila­boðum á fés­bókar­síðu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu,“ segir lög­regla í til­kynningu sem send var fjöl­miðlum.

Þá kemur fram í skeyti lög­reglu að Marco Costa sé jafn­framt hvattur til að hafa sam­band við lög­reglu­stöðina á Hverfis­götu 113-115 í Reykja­vík.