Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Maríu Ósk Sigurðar­dóttur, 43 ára, til heimilis í Grafara­vogi í Reykja­vík. María, sem er með húð­flúr á hlið vinstri handar, er 163 sm á hæð, grann­vaxin og með grá­leitt, axlar­sítt hár.

Hún er lík­lega klædd í svartar galla­buxur og lopa­peysu, svarta og hvíta yfir mitti.

María hefur til um­ráða hvítan Da­cia Duster, skráninga­númer VY-J76. Þeir sem geta gefið upp­lýsingar um ferðir Maríu, eða vita hvar hún er niður­komin, eru vin­sam­legast beðnir um að hafa tafar­laust sam­band við lög­regluna í síma 112.

Dacia Duster