Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Kára Sig­geirs­syni. Kári er þrjá­tíu ára og er síðast vitað um ferðir hans á Kjalar­nesi á laugar­dags­kvöld, að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu.

Kári er þétt­vaxinn, 174 sentí­metrar á hæð og með mjög stutt, ljós­skol­litað hár og blá­græn augu. Ekki er vitað um klæða­burð hans.

Þeir sem geta gefið upp­lýsingar um ferð Kára, eða vita hvar hann er niður­kominn, eru vin­sam­legast beðnir um að hafa strax sam­band við lög­regluna í síma 112, en upp­lýsingum má einnig koma á fram­færi í einka­skila­boðum á fés­bókar­síðu lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.