Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Evu Marín Guð­bjarts­dóttur, en ekkert hefur spurst til hennar síðan 26. desember síðast­liðinn.

Eva er 37 ára og hefur ekki sést til hennar síðan hún fír frá dvalar­stað sínum í Lækjar­seli í Reykja­vík 26. Desember. Eva var klædd í svartar Nike buxur, svarta peysu, svarta 66 gráður Norður úlpu og með svartan Nike bak­poka.

Eva er ljós­hærð með næstum af­litað hvítt milli sítt hár, um 170 til 174 senti­metrar á hæð og frekar grann­vaxinn.

Þeir sem geta gefið upp­lýsingar um ferðir Evu Maríu, eða vita hvar hún er niður­komin, eru vin­sam­legast beðnir um að hafa strax sam­band við lög­regluna í síma 112.