Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Evu Marín Guðbjartsdóttur, en ekkert hefur spurst til hennar síðan 26. desember síðastliðinn.
Eva er 37 ára og hefur ekki sést til hennar síðan hún fír frá dvalarstað sínum í Lækjarseli í Reykjavík 26. Desember. Eva var klædd í svartar Nike buxur, svarta peysu, svarta 66 gráður Norður úlpu og með svartan Nike bakpoka.
Eva er ljóshærð með næstum aflitað hvítt milli sítt hár, um 170 til 174 sentimetrar á hæð og frekar grannvaxinn.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Evu Maríu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.