Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Berg­lín Mist Kristins­dóttur, en síðast var vitað um ferðir Berg­línar rétt eftir há­degi í dag, mið­svæðis í Reykja­vík.

Berg­lín er 25 ára, tæp­lega 170 sentí­metrar á hæð, þétt­vaxin og með brúnt, sítt hár. Talið er að hún sé klædd í dökka úlpu, svartar buxur og í hvítum skóm.

Þau sem geta gefið upp­lýsingar um ferðir Berg­línar Mistar, eða vita hvar hana er að finna, eru vin­sam­legast beðin um að hafa tafar­laust sam­band við lög­regluna í síma 112.

Uppfært:

Berglín er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar öllum fyrir veitta aðstoð.