Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons. Hann er 28 ára karlmaður frá Lettlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Fram kemur fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar.

Þó er tekið fram að hann sé ekki talinn hættulegur.

Lögreglan hvetur fólk sem getur veitt upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, séu vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna. Hann er sjálfur hvattur til að gefa sig fram hjá lögreglu.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend