Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa stolið miklu magni af dósum og flöskum úr bílkerru á lokuðu byggingarsvæði í vikunni. Í tilkynningu segir að eigandi svæðisins hafi séð mennina í öryggismyndavélakerfi sem tengt var við símann hans og upplýst lögreglu.

Mennirnir tveir sáust á myndavélunum koma á svæðið með barnakerru og fylla hana af dósum. Þeir eru sagðir hafa farið ítrekað inn á svæðið og fyllt kerruna af flöskum,. Verðmætið er talið nema allt að fjörutíu til fimmtíu þúsund krónum.

Þá fékk lög­reglan í um­dæminu til­kynningu um þjófnað úr vín­búð. Þjófurinn hafði á brott með sér eins lítra flösku af Jame­son viskíi, að and­virði níu þúsund krónur. Lög­reglan hafði upp á manninum sem játaði sök. Hann kvaðst þó vera búinn að drekka flöskuna á­samt vinum sínum.