Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð til á Le­bowski Bar á sunnu­daginn var þar sem tveir Banda­ríkja­menn sem sátu og drukku þar bjór voru grunaðir um að hafa átt að vera í sóttkví.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins heyrði árvökult starfs­fólk á Le­bowski Bar mennina tvo vera ræða um að þeir ættu að vera í sótt­kví meðan þeir sátu að sumbli. Starfs­fólkið óskaði því eftir að­stoð lög­reglu.

Jóhann Karl Þóris­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn stað­festir að lög­reglan hafi verið kölluð til á sunnu­daginn en segir að mennirnir tveir hafi verið farnir þegar lög­reglan mætti á svæðið.

„Við náðum ekki í skottið á þeim en við ætlum að tala við þá í vikunni,“ segir Jóhann Karl. Spurður hvort lög­reglan viti hvar mennirnir eigi að gista segir hann það vera í skoðun. „Við vorum með ó­ljósar upp­lýsingar um það en við erum að skoða það,“ segir hann og bætir við að verið sé að leita að Bandaríkjamönnunum.

Mynd úr safni. Mennirnir sátu á Lebowski Bar að tala um að þeir ættu að vera í sóttkví.
Fréttablaðið/Stefán Karlsson