Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Áslaugu Eik Ólafsdóttur. Hún er 25 ára gömul en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðdegis í gær, laugardaginn 30. maí.

Áslaug er 161 sm á hæð, með mjög stutt brúnt hár og græn augu. Hún er klædd í drapplitaðar gallabuxur, hvítan stuttermabol, strigaskó, ljósbleika dúnúlpu og gráa húfu. Áslaug er með heyrnartól og bakpoka meðferðis.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Áslaugar, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.