Níu­tíu mál voru skráð í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Felst þeirra tengd ölvun og há­vaða í heima­húsum. Þrír voru vistaðir í fanga­geymslu lög­reglu.

Lög­reglu barst til­kynningu um inn­brot í bif­reið í mið­bær Reykja­víkur á öðrum tímanum í nótt þar sem búið var að brjóta rúðu og stela verð­mætum.

Þá var einnig til­kynnt um þjófnað í verslun í Breið­holti um hálf tíu­leytið. Lög­reglan stöðvaði mann sem var að yfir­gefa verslunina með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.

Nokkuð var um ölvunar­akstur í gær en laust fyrir klukkan tíu ók bif­reið á ljósa­staur í Mos­fells­bæ. Öku­maðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Karl­maður í annar­legu á­standi var hand­tekinn fyrir ó­næði í Ár­bænum skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Bif­reið var stöðvuð í Hafnar­firði upp úr klukk­an hálf­eitt í nótt. Far­þegi var hand­­tek­inn grunaður um vörslu/sölu fíkni­efna og brot á vopna­lög­um.

Af­­skipti voru höfð af manni á heim­ili í Hafnar­f­irði skömmu fyr­ir klukk­an 21 í gær­­kvöldi. Hann er grunaður um vörslu og neyslu fíkni­efna.