Óskað var eftir að­stoð lög­reglu á fimmta tímanum í dag þar sem við­skipta­vinur í verslun í Hlíða­hverfi neitaði að virða grímu­skyldu. Við­skipta­vinurinn hélt sína leið áður en lög­regla kom á vett­vang.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í dag.

Lög­reglan stöðvaði einnig bif­reið í Vestur­bænum en öku­maður er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Þá reyndist öku­maður sviptur öku­réttindum vegna fyrri af­skipta lög­reglu. Öku­maður er jafn­framt grunaður um vörslu fíkni­efna.