Yfirvöld lögreglunnar í San Francisco kusu núna á þriðjudaginn um það hvort lögregla mætti í neyðartilfellum nota fjarstýrð vélmenni með drápsgetu.

Þetta kemur fram á fréttavef AP news en atkvæði féllu átta á móti þremur tillögunni í vil og er því ljóst að lögregla mun hafa leyfi til þess að senda út drápsvélmenni í sérstökum aðstæðum í náinni framtíð.

Lögreglan í San-Francisco sagðist ekki hafa áætlanir um það að láta vélmenni hafa byssur en hægt væri að nota vélmenni sem á væru festar sprengjur til þess að „stöðva eða trufla, vopnaða og ofbeldisfulla athæfismenn.“

Allison Maxie, talsmaður lögreglunnar í San Francisco sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla að „vélmenni útbúin með sprengjuefni verða aðeins notuð í allra hættulegustu kringumstæðum til þess að bjarga mannslífum eða koma í veg fyrir dauða saklausra borgara.“

Lögregla hefur enn ekki sérstaklega útbúið vélmenni í þessum tilgangi en býr þó yfir talsverðum fjölda af vélmennum sem hægt er að nota til þess að sprengjur óvirkar. Hægt er að sögn talsmanna lögreglunnar að koma fyrir sprengjuefni á vélmennunum.