Hættustig er áfram í gildi vegna snjóflóðahættu á Siglufirði. Enginn kemst inn og út úr bænum þar sem allar helstu leiðir Norðurlands eru ófærar.

Töluvert hefur bætt á snjó víða á Norðurlandi síðasta sólarhring og er því áfram óvissustig vegna snjóflóðahættu fyrir norðan.

Mörg snjóflóð hafa fallið frá því á mánudag, þar af nokkur stór að sögn almannavarna. Í fyrramálið verður athugað með mokstur og einnig verður stöðufundur klukkan 16.

Lögreglan sér um rýmingar og er björgunarsveitin Strákar í starholunum líkt og alla daga ársins. Björgunarsveitin segir helstu verkefnin hafa verið að hjálpa fólki sem festu bíla sína áður en vegum var lokað.

Snjó­flóð féll í Héðins­firði rétt fyrir klukkan 15 í fyrradag og á Öxnadalsheiði í gærkvöldi.

Spáð er á­fram­haldandi hvassviðri með skaf­renningi og élja­gangi fram á sunnudag og því má búast við því að snjó­flóða­hætta verði við­varandi næstu daga.