Lög­reglan á Suður­landi varar fólk við miklum vatna­vöxtum í ám í Þórs­mörk og á Fjalla­baks­leið syðri. Líkt og myndirnar hér að neðan sýna er vatns­rennslið í Kross­á nú gífur­legt.

Hefur lög­reglan eftir skála­vörðum í Þórs­mörk að vaðið yfir Kross­á sé orðið það vatns­mikið að ill­fært er fyrir dráttar­vél yfir vaðið. Þá eru vöðin yfir Hvann­á og Stein­holts­á orðin mjög vatns­mikil og ill­fær.

Þá eru árnar á Fjalla­baks­leið syðri ill­færar ó­breyttum jeppa­bif­reiðum. Út­lit er fyrir rigningu á svæðinu næstu daga og hvetur lög­reglan fólk til þess að fara var­lega.

Veður­stofa Ís­lands hefur beðið ferða­fólk um að sýna s´res­taka að­gát við vatns­föll og vöð. Þeir sem hyggjast þvera ár nú síð­degis, fót­gangandi eða akandi, eru beðnir um að í­huga að breyta á­formum sínum.

Fréttablaðið/Björn Sigurðsson
Fréttablaðið/Björn Sigurðsson
Aðsend/Björn Sigurðsson
Fréttablaðið/Björn Sigurðsson
Fréttablaðið/Björn Sigurðsson
Fréttablaðið/Björn Sigurðsson
Fréttablaðið/Björn Sigurðsson