Lög­reglan á Vestur­landi hvetur fólk til að læsa dyrum, loka gluggum og sjá til þess að geymslur og bíl­skúrar séu læstir eftir að nokkrar til­kynningar um grun­sam­legar mann­ferðir bárust lög­reglu í mánuðinum.

„Í síðustu viku fengum við til­kynningar frá í­búum við Báru­götu á Akra­nesi og Borgar­vík í Borgar­nesi og í þessari viku hafa okkur borist til­kynningar um grun­sam­legar manna­ferðir að nætur­lagi á Akra­nesi,“ segir lög­reglan í Face­book færslu en í­búar um allt land eru hvattir til að hafa varann á.

Leita að opnum eða ólæstum dyrum

Að því er kemur fram í færslunni var í einu til­vikinu um inn­brot og skemmdar­verk að ræða en í öðrum til­vikum hefur ýmist verið tekið í hurðar­húna úti­dyra eða bíl­skúra. Lög­reglan telur að fólk sé að leita eftir opnum eða ó­læstum dyrum.

„Við leituðum þessara manna en án árangurs. Gerum því nauð­syn­legar en ein­faldar var­úðar­ráð­stafanir,“ segir að lokum.