Lög­reglan á Suður­landi rann­sakar nú rútu­slysið sem átti sér stað í Biskups­tungum í gær en rútan var setin af bæði ís­lensku og er­lendu fólki sem var að koma úr flúða­siglingu með ferða­þjónustu­fyrir­tækinu Arctic Raf­ting.

Lög­reglunni hefur ekki borist fregnir um hvernig fólki um borð heilsist en ein­hverjir fengu höfuð­á­verka og einn var talinn mögu­lega vera axlar­brotinn.

Þá gat lög­reglan ekki gefið meiri upp­lýsingar um málið sem stendur enda enn til rann­sóknar en segja þó að ein­hverjir hafi verið standandi í rútunni.