Tveir lög­reglu­menn björguðu öku­manni og far­þega í Ástralíu eftir að bíl­stjóri missti stjórn á bílnum í vestur­hluta landsins. Dramatísk upp­taka úr búk­mynda­vél lög­reglunnar sýnir að litlu munaði að fólkið hefði brunnið inni er eldur var kominn í bílinn þegar lög­regla bar að.

Sam­kvæmt frétt ITV liðu nokkrar sekúndur milli þess sem fólkið var dregið út og að eldur náði í bensín­tank bílsins.

Lög­reglu­maðurinn kemur hlaupandi á vett­vang og heyrist þá í vitni á staðnum kalla að honum. „Það eru tvær mann­eskjur fastar í bílnum.“ Lögreglumaðurinn hleypur síðan að bílnum og byrjar að segja fólkinu að losa beltin sín svo hann getur dregið það út.

„Losaðu beltið, losaðu beltið,“ heyrist í lög­reglu­manninum rétt áður en hann nær tökum á farþeganum og dregur hana út.

Bílinn var að draga hjólhýsi og var aðkoman slæm. Sjá má konuna til vinstri sem lét lögreglumanninn vita af fólkinu er hann hljóp að bílnum.
Fréttablaðið/skjáskot

„Ég fann bara ég varð að ná þeim út“

Lög­reglu­maðurinn Reece Jose­manns segir í sam­tali við ITV að hafði ekki hug­mynd um hvernig hann ætlaði að koma fólkinu út úr bílnum þegar hann mætti á staðinn en hann vissi að hann þurfti að gera það með hraði.

„Ég man eftir því að finna fyrir hitanum af eldinum. Hitinn var ó­bæri­legur og ég fann bara ég varð að ná þeim út,“ segir Josemans.

Lögreglan og farþegar náðu að koma sér í skjól áður en bíllinn sprakk en sam­kvæmt lög­reglu­stjóranum Wa­yne Byram hristist öll jörðin þegar bíllinn sprakk.

Josemans segir að far­þegar bílsins hafi þakkað honum fyrir bjarga lífi sínu og fyrir honum væri það nóg. Karl­maðurinn sem ók bílnum brenndist í and­litinu á meðan kven­kyns far­þegi bílsins hlaut minni­háttar á­verkar. Slysið átti sér stað um miðjan mars en mynd­bandið út búk­mynda­vél lög­reglunnar var gert opin­bert núna í apríl.