Tveir lögreglumenn björguðu ökumanni og farþega í Ástralíu eftir að bílstjóri missti stjórn á bílnum í vesturhluta landsins. Dramatísk upptaka úr búkmyndavél lögreglunnar sýnir að litlu munaði að fólkið hefði brunnið inni er eldur var kominn í bílinn þegar lögregla bar að.
Samkvæmt frétt ITV liðu nokkrar sekúndur milli þess sem fólkið var dregið út og að eldur náði í bensíntank bílsins.
Lögreglumaðurinn kemur hlaupandi á vettvang og heyrist þá í vitni á staðnum kalla að honum. „Það eru tvær manneskjur fastar í bílnum.“ Lögreglumaðurinn hleypur síðan að bílnum og byrjar að segja fólkinu að losa beltin sín svo hann getur dregið það út.
„Losaðu beltið, losaðu beltið,“ heyrist í lögreglumanninum rétt áður en hann nær tökum á farþeganum og dregur hana út.

„Ég fann bara ég varð að ná þeim út“
Lögreglumaðurinn Reece Josemanns segir í samtali við ITV að hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætlaði að koma fólkinu út úr bílnum þegar hann mætti á staðinn en hann vissi að hann þurfti að gera það með hraði.
„Ég man eftir því að finna fyrir hitanum af eldinum. Hitinn var óbærilegur og ég fann bara ég varð að ná þeim út,“ segir Josemans.
Lögreglan og farþegar náðu að koma sér í skjól áður en bíllinn sprakk en samkvæmt lögreglustjóranum Wayne Byram hristist öll jörðin þegar bíllinn sprakk.
Josemans segir að farþegar bílsins hafi þakkað honum fyrir bjarga lífi sínu og fyrir honum væri það nóg. Karlmaðurinn sem ók bílnum brenndist í andlitinu á meðan kvenkyns farþegi bílsins hlaut minniháttar áverkar. Slysið átti sér stað um miðjan mars en myndbandið út búkmyndavél lögreglunnar var gert opinbert núna í apríl.