Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hófst handa í dag við að sekta þá öku­menn sem enn hafa ekki skipt yfir á sumar­dekk og af nagla­dekkjum en Lúð­vík Kristins­son, lög­reglu­maður í um­ferðar­eftir­liti stað­festir þetta í sam­tali við RÚV.

Það mun reynast öku­mönnum dýr­keypt verði þeir sektaðir fyrir að vera enn á ngla­dekkjum en 20 þúsund króna sekt er fyrir hvert dekk sem enn er neglt og er því sektin fyrir eina bif­reið á fjórum nagla­dekkjum 80 þúsund krónur.

Lög­reglan ætlar sér að hafa eftir­lit með bílum næstu vikur og segir Lúð­vík að þeir sem enn eru á nagla­dekkjum verði kærðir frá og með deginum í dag. Lög­reglan stöðvaði einn öku­mann eftir klukku­stund af eftir­liti og var sá öku­maður á leið á dekkja­verk­stæði og var honum fylgt þangað.