„Auð­vitað viljum við sekta sem fæsta, en þetta er dauðans al­vara og manns­líf eru í húfi,“ segir Páley Borg­þórs­dóttir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyjum og að­gerðar­stjóri al­manna­varna, í sam­tali við Eyja­fréttir.

Eyja­fréttir greina frá því að lög­reglan sé komin í start­holurnar við að beita sektum ef ein­hverjum dettur í hug að brjóta reglur um ein­angrun, sótt­kví eða sam­komu­bann. Enn sem komið er hefur enginn verið sektaður.

Á vef Eyja­frétta er bent á að lág­marks­sekt fyrir að brjóta reglur um ein­angrun sé 150 þúsund krónur. Þeir sem brjóta reglur um sótt­kví geta átt von 50 þúsund króna sekt og þeir sem brjóta gegn reglum um sam­komu­bann geta átt von á allt að 500 þúsund króna sekt.

„Okkur ber að fylgja þessum reglum eftir og þurfum að sjálf­sögðu að taka á­kvörðun varðandi sektir í þessum málum eins og öðrum,“ segir Páley sem biðlar til Eyja­manna – og allra lands­manna vitan­lega – að fara var­lega.

„Ég biðla til ykkar að fara eftir fyrir­mælum, drýgja þolin­mæðina að­eins lengur, senda fingur­kossa til vina og ættingja í hæfi­legri fjar­lægð og þá klárum við verk­efnið í sam­einingu.“