Mál Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­land­i vestr­a, eft­ir að hún skutl­að­i far­þeg­a í Stræt­ó, hef­ur ekki ver­ið til­kynnt til Nefnd­ar um eft­ir­lit lög­regl­u og tel­ur lög­regl­u­stjór­i á Norðurlandi vestra, Birg­ir Jónas­son, ekki þörf á því.

„Tel ég ekki á­stæð­u til, að svo komn­u máli, þar sem lög­regl­u­menn voru í góðr­i trú í um­rætt sinn við að greið­a götu borg­ar­a sem ósk­að hafð­i eft­ir að­stoð lög­regl­u,“ seg­ir Birg­ir í svar­i til Frétt­a­blaðs­ins um mál­ið.

Greint var frá mál­in­u í síð­ast­a mán­uð­i en far­þeg­inn sem lög­regl­an skutl­að­i hafð­i sam­kvæmt vagn­stjór­an­um ekki hlýtt því að koma aft­ur upp í vagn­inn í Blönd­u­ós­i eft­ir að hon­um hafð­i ver­ið til­kynnt að vagn­stjór­inn þyrft­i að hald­a á­ætl­un. Far­þeg­inn fór inn í versl­un þar til að kaup­a sér pyls­u og var í kjöl­far­ið skil­inn eft­ir. Þegar vagninn kom svo til Akureyrar á sinn lokaáfangastað var ráðist á vagnstjórann, en þó ekki af sama manni.

Eftir að mál­ið kom upp send­i Stræt­ó lög­regl­unn­i skrif­leg­ar spurn­ing­ar sem að lög­regl­an svar­að­i. Í svar­i lög­regl­unn­ar, sem Frétt­a­blað­ið hef­ur und­ir hönd­um, kem­ur fram að ekki hafi ver­ið tek­in á­kvörð­un hjá lög­regl­unn­i að tefj­a för vagns­ins til að koma mann­in­um aft­ur um borð, held­ur hafi lög­regl­an á Norð­ur­land­i vestr­a haft sam­band við fjar­skipt­a­mið­stöð rík­is­lög­regl­u­stjór­a sem hafð­i svo sam­band við stjórn­stöð Stræt­ó sem kom þess­um skil­a­boð­um til vagn­stjór­ans.

Voru að greiða götu mannsins

„LNV hafð­i aldr­ei mill­i­lið­a­laus sam­skipt­i við bif­reið­ar­stjór­a vagns­ins,“ seg­ir í svar­i lög­regl­unn­ar til Stræt­ó og er á­rétt­að að um beiðn­i eða ósk hafi ver­ið að ræða. Þá er einn­ig tek­ið fram að upp­haf­leg­a hafi stað­ið til að koma mann­in­um aft­ur upp í vagn­inn á Sauð­ár­krók­i en það gekk ekki og var hon­um kom­ið aft­ur upp í vagn­inn í Varm­a­hlíð.

„Lög­regl­u­menn voru í góðr­i trú og það var þeirr­a mat að þett­a væri að­gerð til þess að greið­a götu manns­ins. Að­stoð­ar­hlut­verk lög­regl­u er nán­ar til­tek­ið eitt af hlut­verk­um lög­regl­u, en í því felst m.a. að greið­a götu borg­ar­ans. Það er svo mats­kennt hverj­u sinn­i hve langt sú að­stoð nær og hverj­ar að­stæð­ur eru. Dæmi eru um að veg­a­laus­u fólk­i hafi ver­ið ekið á við­kom­u­stað stræt­is­vagns,“ seg­ir enn frem­ur í svar­i lög­regl­unn­ar til Stræt­ó.

Matskennt hverju sinni

Birg­ir Jónasson, lög­regl­u­stjór­i á Norð­ur­land­i vestr­a, seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið verk­lag­i hafi ekki ver­ið breytt eft­ir at­vik­ið því að það sé mats­kennt hverj­u sinn­i og erf­itt að drag­a á­lykt­an­ir af því en að lög­regl­an þurf­i að sinn­a hlut­verk­i sínu við að greið­a götu borg­ar­ann­a og temj­a sér gagn­rýn­a hugs­un við störf sín.

Stræt­ó spurð­i lög­regl­un­a hvort að það séu ann­að hvort verk­lags­regl­ur eða við­mið til stað­ar til þess að meta það hvort það sé ó­hætt að hleyp­a mann­i aft­ur í að­stæð­ur sem gætu orð­ið hætt­u­leg­ar og vís­að­i til þess­a til­viks en síð­ar í ferð­inn­i var ráð­ist á vagn­stjór­ann, en þó ekki af far­þeg­an­um.

Í svar­i lög­regl­unn­ar kem­ur fram að það sé háð mati lög­regl­unn­ar hverj­u sinn­i hvort að það sé ein­hver ógn til stað­ar og er sér­stak­leg­a tek­ið fram að ekki sé or­sak­a­sam­band á mill­i þess að lög­regl­an hafi skutl­að far­þeg­an­um aft­ur í vagn­inn og ætl­aðr­ar lík­ams­á­rás­ar eða slags­mál­a sem síð­ar áttu sér stað á Akur­eyr­i. Það mál er til rann­sókn­ar hjá Lög­regl­unn­i á Norð­ur­land­i eystr­a og seg­ir lög­regl­an ekki vís­bend­ing­ar um að far­þeg­inn sé grun­að­ur um refs­i­verð­a hátt­sem­i vegn­a lík­ams­á­rás­ar á starfs­mann Stræt­ó.