Að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, er þetta bíll sem tekur við af Toyota Land Cruiser jeppa sem notaður hefur verið síðan 2006. „Okkur langaði alltaf að prófa að vera með pallbíl og þar sem þessir bílar þykja öflugir og með góða fjöðrun fannst okkur hann henta vel og vera góður fyrir mannskapinn." Bíllinn er breyttur af Rafsölum á Siglufirði og er meðal annars með útdraganlegri skúffu fyrir allan útbúnað. Bíllinn er þegar kominn til vinnu fyrir vestan og verður því eflaust vel sýnilegur í sumar.