Lögreglan var á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi í hverfi 104 vegna manns sem var óvelkominn á heimili og var honum vísað út.

Þá var maður í sama hverfi handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Tilkynnt var um tvö umferðarslys, í fyrra slysinu var ekið á mann á hlaupahjóli sem slapp með minniháttar meiðsl og því seinna hafði kona fallið í götuna. Það blæddi úr henni og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Þrír voru stöðvaðir í umferðinni. Einn vegna grunsamlegs aksturslag þar sem maðurinn var metinn óhæfur til akstur sökum veikinda. Hinir tveir voru grunaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.