Lög­reglan vinnur nú að bættum verk­­ferlum varðandi byrlanir. Um síðustu helgi bárust henni fjórar til­­­kynningar um hugsan­­legar byrlanir. Stein­þór Helgi Arn­­steins­­son, með­eig­andi Röntgen Bar, sagði í við­tali við Frétta­blaðið á mánu­­dag að hann teldi fjölda byrlana vera að aukast.

Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­­reglu­­stjóri á höfuð­­borgar­­svæðinu, sagði við Frétta­blaðið þann sama dag ekki al­­gengt að lög­­reglunni sé til­­kynnt um svona mörg mál á einni nóttu. „Þessi mál eru al­var­­leg, og við lítum al­var­­lega á þau. Við höfum verið að taka vel utan um þau, meðal annars með þessu verk­lagi,“ segir Halla.

Ey­gló Harðar­dóttir, verk­efna­­stjóri að­­gerða gegn of­beldis hjá ríkis­lög­­reglu­­stjóra, segir í sam­tali við Vísi að taka þurfi slíkar til­­­kynningar al­var­­lega. Bæði yfir­­völd og sam­­fé­lagið allt þurfi að gera betur.

„Við sjáum að fólk er að stíga fram, það er að segja sögur, það er að til­­­kynna til lög­­­reglu. Við erum líka að heyra frá heil­brigðis­­­kerfinu að það eru að aukast til­­­­­kynningar þar, og ég held að við verðum ein­fald­­­lega að taka þessu mjög al­var­­­lega,“ segir hún.

„Við þurfum bara sem sam­­­fé­lag, lög­reglan í sam­­­starfi við heil­brigðis­­­kerfið og aðra þá sem koma að of­beldis­­­málum, að vinna að því að tryggja það að við getum brugðist hratt og vel við og að það sé að­­­stoð til staðar þegar fólk þarf á því að halda,“ segir Ey­gló í sam­tali við Vísi.