Lögregluviðbúnaður var við Menntaskólann í Hamrahlíð í morgun. Ásmundur Rúnar Gylfason stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að um hafi verið að ræða leit að barni sem fannst í skólanum.
Að sögn sjónarvotta var einu ungmenni fylgt úr skólanum af fimm lögregluþjónum en fyrst um sinn voru tveir bílar á vettvangi.
Ásmundur segir að um hefðbundinn viðbúnað sé að ræða þegar slíkt gerist. Það hafi þurft að leita í byggingunni.
Lögregla hafi verið í skólanum að leita að barninu en að því hafi nú verið komið aftur í hendur forráðamanna.
Steinn Jóhannsson rektor skólans segir málið einkamál og vildi ekki tjá sig frekar um það.

Ásmundur Rúnar segir að barnið sé fundið.
Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu