Stuttu fyrir klukkan átta í gær­kvöldi veitti lög­reglan bif­reið eftir­för í Grafar­vogs­hverfi. Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að öku­maður hafi ekki stöðvað þegar lög­regla gaf henni merki um að gera það með ljósum og hljóð­merkjum. Þá kemur fram að bif­reiðinni hafi verið ekið yfir bæði gras og gang­stétt en svo stöðvuð að lokum og þá reyndi öku­maðurinn, sem var ung kona, að hlaupa frá vett­vangi. Konan var hand­tekin og er grunuð um akstur undir á­hrifum vímu­efna og önnur brot.

Þá er tölu­vert annað um akstur undir á­hrifum í dag­bók lög­reglu auk ein­stak­linga sem fóru illa á rafs­kútum.

Tvær líkams­á­rásir voru til­kynntar. Rétt eftir klukkan 22 var maður í annar­legu á­standi hand­tekinn á veitinga­stað í mið­bænum grunaður um að hafa ráðist á dyra­vörð. Hann var vistaður í fanga­geymslu.

Þá var rétt fyrir klukkan tvö í nótt til­kynnt um tvo menn að slá annan mann í­trekað í höfuðið í mið­borginni og hlaupa síðan á brott. Maðurinn var fluttur á slysa­deild til að­hlynningar.