Fjöldi lög­reglu­manna voru að störfum í Rauða­gerði í morgun þar sem þeir svið­settu morðið sem framið var þar í febrúar. Vísir greindi fyrst frá.

Götunni var lokað frá báðum endum og fólki meinað að aka inn götuna á meðan vinna stóð yfir en henni lauk á ellefta tímanum.

„Það er svið­setning sem á sér stað og á­kveðin vett­vangs­vinna sem er í gangi,“ segir Margeir Sveins­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild.

Angjelin Mark Sterka­j hefur nú setið í gæslu­varð­haldi vegna málsins í tíu vikur en hann hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana þann 14. febrúar síðastliðinn. Angjelin segir málið verða tilkomið af persónulegum ástæðum.

Morð­vopnið var skamm­byssa með hljóð­deyfi sem fannst í sjó ná­lægt höfuð­borgar­svæðinu.