Lög­regl­unn­i í Kóp­a­vog­i barst klukk­an 13:38 til­kynn­ing um fólk að grill­a á ein­not­a grill­i á Vatns­end­a. Lög­regl­u­menn voru send­ir að ræða við fólk­ið en vegn­a tíðr­a gróð­ur­eld­a á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u hef­ur þeim til­mæl­um ver­ið beint til fólks að grill­a ekki á svæð­um þar sem hætt­a er á að eld­ur brjót­ist út.

Þett­a kem­ur fram í dag­bók lög­regl­u. Til­kynn­ing barst laust eft­ir klukk­an ell­ef­u í morg­un um inn­brot í geymsl­u í fjöl­býl­is­hús­i í mið­bæn­um og gerð hafð­i ver­ið til­raun til að brjót­ast inn í fleir­i geymsl­ur í hús­in­u. Til­kynnt var um inn­brot í versl­un í mið­bæn­um um klukk­an hálf eitt og nokkr­um mín­út­um síð­ar barst til­kynn­ing um þjófn­að í versl­un á sama svæð­i. Sam­kvæmt lög­regl­u voru þar þrír að verk­i sem voru á bak og brott er lög­regl­u bar að garð­i.

Rétt fyr­ir klukk­an eitt barst til­kynn­ing um að sést hefð­i til þriggj­a mann­a stel­a raf­magns­vesp­u í mið­bæn­um með því að klipp­a á lás á hjól­in­u. Lög­regl­a hafð­i hend­ur í hári mann­ann­a skömm­u síð­ar og reynd­ust það hin­ir þrír sömu og brot­ist höfð­u inn í versl­un­in­a skömm­u áður.

Önnur til­kynn­ing barst um vesp­u­þjófn­að fimm mín­út­ur í tólf við í­þrótt­a­hús í Hafn­ar­firð­i.

Svaf værum svefni í bifreið sinni

Klukk­an hálf sex í morg­un barst lög­regl­u í Kóp­a­vog­i og Breið­holt­i til­kynn­ing um sof­and­i mann í bif­reið. Sam­kvæmt lög­regl­u svaf mað­ur­inn ölv­un­ar­svefn­i og leik­ur grun­ur á að hann hafi ekið bif­reið­inn­i und­ir á­hrif­um. Hann var hand­tek­inn og á­ætl­uð vím­u­efn­i fund­ust í fór­um hans.

Kort­er í tíu var til­kynnt um þjófn­að úr sjóðs­vél versl­un­ar en þá hafð­i ó­prútt­inn að­il­i geng­ið að af­greiðsl­u­kass­a versl­un­ar­inn­ar, opn­að hann, tek­ið skipt­i­mynt úr hon­um og síð­an hlaup­ið á brott. Um tutt­ug­u mín­út­ur yfir þrjú barst til­kynn­ing um þjófn­að í versl­un í Kóp­a­vog­i og var ger­and­inn á vett­vang­i þeg­ar lög­regl­a kom á stað­inn. Mál­ið var af­greitt með skýrsl­u­tök­u á vett­vang­i.

Laust eft­ir klukk­an tvö voru lög­regl­a og sjúkr­a­bíll send að Hafr­a­vatn­i vegn­a hjól­reið­a­manns sem datt og slas­að­ist.