Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hávaða í Vesturbænum vegna framkvæmda sem unnið var í stuttu fyrir klukkan eitt í nótt. Iðnaðarmennirnir voru beðnir um að hætta störfum þar sem hávaði sem fylgdi framkvæmdum truflaði nágranna.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 108 á sjötta tímanum í gær. Engin slys urðu á fólki en bílarnir sem skullu saman voru óökufærar og þurfti að fjarlægja þá með dráttarbifreið.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð í Hlíðunum þar sem skjólstæðingur neitaði að greiða fyrir umbeðin akstur. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Einn ökumaður reyndist við nánari athugun vera sviptur ökuréttindum fyrir.