Nokk­ur fjöld­i fólks kom sam­an í al­menn­ings­garð­i í Brussel í Belg­í­u í dag og hélt að þar ættu að fara fram tón­leik­ar. Síð­ar kom í ljós að um apr­íl­gabb var að ræða og fór svo að lög­regl­a mætt­i á svæð­ið og rak fólk úr garð­in­um með vald­i.

Birt var aug­lýs­ing á Fac­e­bo­ok í síð­ast­a mán­uð­i þar sem sagt var að stór­ir tón­leik­ar færu fram í al­menn­ings­garð­in­um Bois de la Cam­bre. Lof­að var að fræg­ir plöt­u­snúð­ar mynd­u þar þeyt­a skíf­um. Þett­a var hins veg­ar allt sam­an eitt stórt apr­íl­gabb.

Fréttablaðið/EPA

Sam­kvæmt lög­regl­u­yf­ir­völd­um særð­ust þrír lög­regl­u­menn og Re­u­ters seg­ir tvo aðra hafa særst. Sak­sókn­ar­i hef­ur haf­ið rann­sókn á því hver stóð að baki Fac­e­bo­ok-aug­lýs­ing­unn­i.

Mynd­skeið af að­för lög­regl­u hef­ur vak­ið at­hygl­i á sam­fé­lags­miðl­um en þar sjást lög­regl­u­menn á hest­bak­i ríða inn í mann­fjöld­ann til að freist­a þess­a að stöðv­a sam­kom­un­a en harð­ar sam­kom­u­tak­mark­an­ir eru í gild­i í Belg­í­u eins og víð­ast hvar í Evróp­u vegn­a COVID-19. Ein­ung­is fjór­ir mega koma sam­an ut­an­dyr­a þar í land­i.

Tal­ið er að allt að því tvö þús­und manns hafi kom­ið sam­an í garð­in­um, þvert á fyr­ir­mæl­i stjórn­vald­a. Þeg­ar lög­regl­u­menn bar að garð­i, þar af nokkr­a á hest­bak­i, hróp­uð­u sum­ir að þeim „Frels­i!“ og köst­uð­u í þá hlut­um.

Margir gerðu sér glaðan dag í Bois de la Cam­bre, uns lögreglu bar að garði.
Fréttablaðið/EPA

Tæp­leg­a 900 þús­und til­fell­i COVID-19 hafa greinst í Belg­í­u frá upp­haf­i far­ald­urs­ins og um 23 þús­und lát­ist af þeim sök­um. Alls búa um 11,5 millj­ón­ir í land­in­u.