Lögreglan í Kaupmannahöfn skaut nokkrum skotum á bifreið ökumanns sem reyndi að flýja réttvísina.

Eftir­förin hófst í Amager um klukkan 10:45 að staðar­tíma, klukkan 8:45 að ís­lenskum tíma, er lög­reglu­þjónar sáu bílinn aka yfir á rauðu ljósi. Er á eftir­förinni stóð var nokkrum vegum í borginni lokað en þeir hafa verið opnaður að nýju. Miklar tafir hafa orðið á um­ferð í borginni vegna þessa.

Auk þess að skjóta á bílinn ók lögreglubíll á hann til þess að reyna að stöðva för hans og tókst það um klukkustund síðar. Það tókst og var maðurinn handtekinn en að sögn lögreglu særðist hann ekki er skotið var á bifreið hans.