Lög­reglu­mennirnir sem veittu öku­manni bíls sem lenti í hörðum á­rekstri á Sand­gerðis­vegi á laugar­dag höfðu dregið veru­lega úr hraða áður en slysið varð. Öku­maðurinn var án öku­réttinda, undir á­hrifum fíkni­efna og á stolinni bif­reið.

Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum. Víkur­fréttir greindu frá því í gær mjög harður á­rekstur hafi orðið á Sand­gerðis­vegi um helgina þegar tveir bílar skullu saman eftir að lög­reglan hafði veitt öðrum þeirra eftir­för. Einn var í bílnum sem veitt var eftir­för en sá er ekki slasaður. Tveir voru í hinum bílnum og er annar þeirra sagður al­var­lega slasaður.

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum segist telja rétt að fram komi að lög­reglu­mennirnir hafi dregið úr hraða sínum og tekur fram að öku­maðurinn sæti nú sí­brota­gæslu. Málið er til rann­sóknar.

Yfir­lýsingin:

Vegna um­ferðar­slyss sem varð á Sand­gerðis­vegi þann 18. janúar síðast­liðinn þykir lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum rétt að eftir­farandi komi fram:

Öku­maðurinn sem veitt var eftir­för ók stolinni bif­reið. Hann var jafn­framt grunaður um fíkni­efna­akstur og leiddu sýna­tökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur öku­réttindum og gerðist einnig sekur um hrað­akstur.
Hann sætir nú sí­brota­gæslu.
Lög­reglu­mennirnir sem eftir­förina veittu höfðu dregið veru­lega úr hraða lög­reglu­bif­reiðarinnar áður en slysið varð.