Um mið­­­­nætti barst lög­­­­reglunni á höfuð­­­­borgar­­­­svæðinu til­­­­­­­kynning um manns­lát í Reykja­­­­vík og er rann­­­­sókn hafin á málinu. Þetta stað­­­­festir Margeir Sveins­­­­son, yfir­­­­lög­­­­reglu­­­­þjónn hjá mið­lægri rann­­­­sóknar­­­­deild lög­­­­reglunni á höfuð­­­­borgar­­­­svæðinu.

Lög­reglan á höfuð­­borgar­­svæðinu hefur sent frá sér til­­­kynningu vegna málsins. Þar segir að lög­regla hafi verið kölluð til að húsi í austur­hluta borgarinnar vegna slasaðs manns fyrir utan húsið sem er í Rauðagerði. Reynt var að endur­­lífga manninn og hann fluttur á Land­­spítalann. Stuttu eftir komuna þangað var maðurinn úr­­­skurðaður látinn en hann var á fer­tugs­aldri.

Áður en til­kynningin barst vildi Margeir ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og ekki svara því hvort talið væri að sak­­næmur verknaður hefði átt sér stað.

Rann­­sókn málsins er á frum­­stigi og er einn í haldi í tengslum við hana, einnig á fer­tugs­aldri. Lög­reglan gerir ráð fyrir að senda frá sér aðra til­­­kynningu vegna málsins, lík­­lega síðar í dag.

Bæði hinn látni og sá sem í haldi eru er­lendir samkvæmt heimildum Vísis.