Um miðnætti barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mannslát í Reykjavík og er rannsókn hafin á málinu. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar segir að lögregla hafi verið kölluð til að húsi í austurhluta borgarinnar vegna slasaðs manns fyrir utan húsið sem er í Rauðagerði. Reynt var að endurlífga manninn og hann fluttur á Landspítalann. Stuttu eftir komuna þangað var maðurinn úrskurðaður látinn en hann var á fertugsaldri.
Áður en tilkynningin barst vildi Margeir ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og ekki svara því hvort talið væri að saknæmur verknaður hefði átt sér stað.
Rannsókn málsins er á frumstigi og er einn í haldi í tengslum við hana, einnig á fertugsaldri. Lögreglan gerir ráð fyrir að senda frá sér aðra tilkynningu vegna málsins, líklega síðar í dag.
Bæði hinn látni og sá sem í haldi eru erlendir samkvæmt heimildum Vísis.