Starfsmaður hótels í Reykjavík tilkynnti árás til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan tíu í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi er lögregla kom þangað en upplýsingar um hann liggja fyrir. Rannsókn málsins stendur yfir.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Nokkuð var um að lögregla þyrfti að hafa afskipti af ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis og vímuefna, eða án ökuréttinda. Annars var nóttin fremur róleg hjá löreglu.