Lög­reglan á Norður­landi eystra rann­sakar nú and­lát manns á sjötugsaldri nærri Þistil­firði rétt eftir há­degi í gær. Segir í til­kynningu frá lög­reglunni að maðurinn hafi verið við störf á fjór­hóli úti á túni og að ættingjar hans hafi komið að honum þar sem hann lá við hliðina á fjór­hjólinu.

Lög­regla og sjúkra­flutnings­menn voru send á staðinn en einnig björgunar­sveitin Haf­liði ef á þyrfti að halda. Endur­lífgunar­til­raunir báru ekki árangur og var því maðurinn úr­skurðaður látin á vett­vangi.

Rann­sóknar­deild lög­reglunnar á Norður­landi eystra er með málið til rann­sóknar. Ekki er greint frá nafni við­komandi að svo stöddu.