Uppfært: Stúlkan er fundin heil á húfi.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu í sam­starfi við björgunar­sveitir leita nú að 17 ára stúlku sem síðast sást til á Smiðju­vegi í Kópa­vogi um hálf­sex­leytið í dag.

Óttast er um stúlkuna og því mjög mikil­vægt að hún finnst sem allra fyrst að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu.

Stúlkan er klædd í rauðar nátt­buxur, gráa hettu­peysu og svarta Brooks-skó. Hún er 161 senti­metri á hæð.

Talið er mögu­legt að hún hafi farið í Hlíða­hverfi í Reykja­vík.

Þau sem hafa séð til stúlkunnar eru vin­sam­legast beðin um að hafa tafar­laust sam­band við lög­reglu í síma 112.

Nafn og mynd af stúlkunni verður ekki birt að svo stöddu.

Uppfærð 20:06