Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var með tals­verðan við­búnað við Mið­vang í Hafnar­firði á níunda tímanum í morgun.

Sjónar­vottur sem Frétta­blaðið ræddi við sagði að lög­reglu­bíll hafi lokað fyrir götuna sem liggur að verslun Nettó við Mið­vang í norðurbænum. Þá var sjúkra­bíll á vett­vangi skammt frá. Annar veg­farandi sem Frétta­blaðið ræddi við að sér­sveitin hafi einnig verið kölluð á vett­vang.

Skúli Jóns­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn og stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni í Hafnar­firði, gat ekki veitt neinar upp­lýsingar um málið þegar eftir því var leitað. Sagði hann að lög­regla myndi senda frá sér frétta­til­kynningu vegna málsins á eftir.