Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við Miðvang í Hafnarfirði á níunda tímanum í morgun.
Sjónarvottur sem Fréttablaðið ræddi við sagði að lögreglubíll hafi lokað fyrir götuna sem liggur að verslun Nettó við Miðvang í norðurbænum. Þá var sjúkrabíll á vettvangi skammt frá. Annar vegfarandi sem Fréttablaðið ræddi við að sérsveitin hafi einnig verið kölluð á vettvang.
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, gat ekki veitt neinar upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. Sagði hann að lögregla myndi senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins á eftir.