Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristjáni Geir Valentin Ólafssyni, 24 ára. Hann er 175 sm á hæð, þéttvaxinn og með dökkt, stutt hár.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Kristján var klæddur í svarta hettupeysu, gráar íþróttabuxur og svarta strigaskó. Hann er með húðflúr á höndum og víðar.

Síðast er vitað um ferðir Kristjáns í Reykjavík í gær, fimmtudag.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristjáns, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.