Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á KIA bifreið með skráningarnúmerin SB-T53.

Um er að ræða bláan KIA NIRO bíl af árgerð 2020 en þeir sem vita um eða sjá bifreiðina er bent á að hafa samband við neyðarlínuna 112.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu er ökumaðurinn talinn í sjálfsvígshættu.

Uppfært 13:40:

Bíllinn er kominn í leitirnar.