At­laga var gerð að manni í mið­borg Reykja­víkur í nótt og hann stunginn í bakið með hnífi. Á­rásar­maður hafði flúið af vett­vangi þegar lög­reglu bar að garði, en sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu er hans nú leitað.

Á­rásar­þoli var sam­stundis fluttur með með­vitund á slysa­deild til frekari að­hlynningar. Lög­regla gefur ekki upp frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Gær­kvöld og nótt voru annars nokkuð eril­söm hjá lög­reglunni, en þrjár til­kynningar bárust vegna slags­mála.

Til­kynnt var um hópslags­mál í mið­bænum og óðan mann á skemmti­stað í Hafnar­firði. Vegna á­stands var maðurinn vistaður í fanga­geymslu. Þá barst lög­regla tvær til­kynningar um slags­mál, annars vegar á skemmti­stað í Breið­holti og hins vegar á skemmti­stað í Grafar­vogi. Að sögn lög­reglu var á­standið orðið ró­legt þegar þeir mættu á vett­vang.

Lög­regla og sjúkra­liðar voru kölluð á vett­vang í mið­bænum, en þar hafði aðili dottið af raf­magns­hlaupa­hjóli. Sá var með á­verka á and­liti eftir fallið, en meiðsl hans eru ekki talin al­var­leg. Þá var til­kynnt um með­vitundar­lausan ein­stak­ling í mið­bænum, en sá hafði dottið aftur fyrir sig. Hann var fluttur með sjúkra­bíl á slysa­deild til frekari að­hlynningar, en ekki er vitað um á­stand hans að svo stöddu.

Til­kynnt var um ferðamann sem hafði stungið af frá ógreiddum reikningi á veitinga­stað í mið­bænum. Maðurinn er enn ekki fundinn en málið er nú til rann­sóknar.

Þá fékk lög­regla til­kynningu um hóp af krökkum sem voru að reyna að kveikja í leik­tækjum á skóla­lóð í Breið­holti. Þau voru farin þegar lög­regla mætti á svæðið og að sögn lög­reglu voru engar sýni­legar skemmdir að sjá.

Til­kynning barst vegna manns sem var að veitast að starfs­fólki í apó­teki í Kópa­vogi, en sá var farinn af vett­vangi þegar lög­regla mætti á svæðið.

Til­kynnt var um þjófnað í Smára­lind. Meintur þjófur var á vett­vangi þegar lög­reglu bar að garði og hefur hann verið kærður fyrir þjófnað.

Þá voru tveir öku­menn stöðvaðir við akstur, en þeir eru báðir grunaðir um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.