Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á með­fylgjand mynd, að því er fram kemur í til­kynningu.

Er maðurinn vin­sam­legast beðinn um að hafa sam­band við lög­reglu­stöðina á Hverfis­götu 113-115 í Reykja­vík í síma 444 1000.

Ef ein­hver þekkir til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hin sömu einnig vin­sam­legast beðin um að hringja í lög­regluna, en upp­lýsingum má jafn­framt koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abending@lrh.is

Segir lög­regla að þótt myndin sé ó­skýr megi ætla að hún geti gefið vís­bendingar um hver maðurinn er.

Fréttablaðið/Aðsend