Fundvís borgari kom í gær með umslag fullt af seðlum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Umslagið er merkt með nafni en dugar þó ekki lögreglunni til að finna eigandann og lýsir hún eftir eiganda fjárins. Sá sem getur með óyggjandi hætti sýnt fram á eignarhald fjárins fær það afhent.

Sá sem kannast við að hafa týnt fénu er beðinn um að hafa samband í netfang lögreglu [email protected]