Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u leit­ar nú ök­u­manns bif­hjóls sem ók á konu á reið­hjól­i á göng­u­stíg í Ellið­a­ár­dal klukk­an 15:30 í gær. Slys­ið varð norð­an Stekkj­ar­bakk­a beint fyr­ir neð­an hús­ið Skál­ar­á.

Að sögn lög­regl­u mun ök­u­mað­ur bif­hjóls­ins hafa num­ið stað­ar á vett­vang­i ör­stutt til að taka upp brak úr bif­hjól­in­u og síð­an ekið á­fram eft­ir göng­u­stígn­um til aust­urs án þess að kann­a á­stand kon­unn­ar. Hún var flutt á slys­a­deild og handleggsbrotnaði við á­rekst­ur­inn.

Í til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i seg­ir að við at­vik eins og þett­a sé mik­il­vægt að ök­u­menn gang­i úr skugg­a um að eng­in meiðsl hafi hlot­ist af né að skemmd­ir hafi orð­ið. Söm­u­leið­is sé á­ríð­and­i að til­kynn­a mál­ið til lög­regl­u, eink­um vegn­a þess að á­verk­ar séu ekki allt­af sjá­an­leg­ir á vett­vang­i.

Lög­regl­an bið­ur ök­u­mann bif­hjóls­ins um að gefa sig fram en hafi aðr­ir orð­ið vitn­i að slys­in­u eru þeir um að hafa sam­band við lög­regl­u í síma 444-1000. Einn­ig má send­a upp­lýs­ing­ar um mál­ið í tölv­u­póst­i á net­fang­ið sigrun.jonasdottir@lrh.is.