Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu í gær­kvöldi um slags­mál fyrir utan í­búðar­hús í mið­bænum. Að sögn lög­reglu var á­stand ró­legt á vett­vangi þegar hana bar að en lagt var hald á hníf sem fannst á vett­vangi.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglunnar.

Einnig var til­kynnt um þrjú inn­brot, bæði í bif­reið og heima­hús. Þá voru þrír öku­menn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.

Þá var til­kynnt um um­ferðar­slys þar sem ekið var á hjólandi veg­faranda en við­komandi slasaðist ekki al­var­lega.

Þar að auki var einnig nokkuð um há­vaða­til­kynningar og til­kynningar um grun­sam­legar manna­ferðir.