Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnir iðu­lega fjöl­breyttum verk­efnum og voru yfir hundrað mál bókuð milli klukkan 17:00 og 05:00 í nótt.

Rétt fyrir klukkan sex í gær­kvöldi barst lög­reglu til­kynning um liggjandi mann á gras­bala í Kópa­vogi. Þegar lög­regla hafði af­skipti af manninum kvaðst hann vera í sól­baði.

Á sama tíma og af­skipti voru höfð af manninum var til­kynnt um ölvaða konu á raf­skutlu í mið­bænum. Í til­kynningunni kom fram að konan skapaði sjálfri sér og öðrum í hættu.

Sam­kvæmis­há­vaði í há­marki

Yfir tuttugu til­kynningar bárust um sam­kvæmis­há­vaða í heima­húsum og virtist litlu skipta hvar fólk var statt á höfuð­borgar­svæðinu engin hverfi voru undan­skilin há­vaðanum.

Fyrsta til­kynning um há­vaða í heima­húsum barst klukkan eina mínútu yfir tólf í Hafnar­firði og linnti til­kynningum ekki fyrr en átta mínútur yfir þrjú í Vestur­bænum í Reykja­vík. Ljóst er að glatt hefur verið á hjalla og mikið um skemmtana­hald.