Um­hverfis­stofnun hefur kallað á lög­reglu og land­verði vegna fyrir­hugaðar sand­spyrnu­keppni utan vegar hjá Hjör­leifs­höfða. Daní­el Freyr Jóns­­son, sér­­­fræðing­ur hjá Um­­hverf­is­­stofn­un, segir í sam­tali við mbl.is að engin beiðni hafi borist um leyfi til utan­vega­aksturs.

Kvart­mílu­­klúbbur­inn hef­ur boðað til sand­­spyrnu­­keppni á há­­degi í dag við Hjör­­leifs­höfða sem hluti af kvik­­mynda­­verk­efni á veg­um BBC fyr­ir Top Gear-þátt. Klúbburinn birti myndir um keppnina á Face­book-síðu sinni en tók þær niður eftir að mbl.is hafði sam­band.

Kvartmíluklúbburinn tók myndirnar niður
Skjáskot/mbl.is

„Öll leyfi sem við veit­um fyr­ir akstri utan vega eru þannig að bíl­arn­ir eru ekki sjá­an­­leg­ir utan vega,“ seg­ir Daní­el við frétta­fólk mbl.is og nefn­ir til dæm­is leyfi til þess að ferja kvik­­mynda­töku­búnað utan vega. „Það er nán­ast aldrei þannig að við leyf­um upp­­tök­ur á ut­an­vega­akstri.“

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að um­­­sjónar­­menn Top Gear lentu á Reykja­víkur­flug­velli og fluttu þeir með sér tvö tonn af búnaði.