Lög­reglan á Suður­nesjum var kölluð til á Kefla­víkur­flug­velli í kvöld vegna tösku sem skilin hafi verið eftir ná­lægt brott­farar­sal.

„Þetta var var­úðar­ráð­stöfun. mÞað var taska þarna sem var skilin eftir en þetta virðist vera leysast,“ segir Sigur­bergur Theo­dórs­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á Suður­nesjum, í samtali við Fréttablaðið.

„Taskan er skilin eftir þarna og þá eru settar á­kveðnar var­úðar­ráð­stafanir í gang og það reyndist allt í góðu. Þetta er bara að klárast hjá okkur,“ bætir hann við.

Sam­kvæmt sjónar­vottum var mikið af lög­reglu­mönnum á flug­vellinum og þá var búið að loka fyrir á­kveðið svæði inn á flug­vellinum og fyrir brott­farar­bíla­stæðin.

„Það er lokað þarna á­kveðið öryggis­svæði meðan menn ná utan um þetta,“ segir Sigur­bergur.