Vælandi köttur olli á­hyggjum ná­granna í nótt en lög­reglan fékk til­kynningu um hann á mið­nætti. Þegar lög­regla mætti á svæðið var eig­andinn ekki heima en kötturinn var, eins og segir í dag­bók lög­reglunnar, „í góðum gír.“

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti nokkrum öðrum út­köllum í nótt en stuttu fyrir mið­nætti var til­kynnt um mann með hníf innan í íbúð í mið­bæ Kópa­vogs. Málið er til rann­sóknar.

Klukkan hálf þrjú barst til­kynning um þjófnað í mat­vöru­búð og klukkan fimm í nótt var til­kynnt um mann sem var að skoða inn í bif­reiðar.

Tvisvar var til­kynnt um há­vaða, annars vegar í heima­húsi og hins vegar af vöru­bíl. Einn var stöðvaður í akstri grunaður um ölvun.