Lög­regla var kölluð til eftir að ein­stak­lingur var til vand­ræða í verslun í mið­bænum. Um­ræddur aðili hafði tekið ferskt grænmeti úr kæli verslunarinnar ófrjálsi hendi og byrjað að borða það. Þegar starfs­maður ræddi við manninn og bað hann um að hætta þessu þá var maðurinn með vesen og sló starfs­manninn. Eftir að lög­regla kom á vett­vang róaðist maðurinn og málið leystist frið­sam­lega. Þetta kemur fram í dag­bók Lög­reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var lög­regla einnig kölluð til þegar maður réðst á annan mann við Mjóddina. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en á­rásar­þoli og annar aðili á vett­vangi náðu að yfir­buga hann og halda honum þar til lög­regla kom á vett­vang. Maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu á meðan málið er í rann­sókn.

Jafn­framt voru tveir öku­menn stöðvaðir í akstri vegna gruns um að aka undir á­hrifum fíkni­efna. Annar þeirra var með vopn með­ferðis og verður kærður fyrir það.

Einn maður var svo hand­tekinn aftur undir á­hrifum stuttu seinna eftir að hafa náð í auka­lykla af bif­reiðinni og haldið akstrinum á­fram.

Þá var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í hverfi 209. Öku­maður reyndist einnig vera undir á­hrifum á­fengis og var skýrsla tekinn af honum þegar hann var búinn að sofa úr sér í fanga­klefa.